Stefna

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- greiða niður miklar skuldir sveitarfélagsins og sýna ábyrga fjármálastjórn.
- hækka tekjuviðmið elli- og örorkulífeyrisþega til að þeir njóti afsláttar á fasteignagjöldum. Hafnarfjörður á að vera leiðandi sveitarfélag hvað þetta varðar.
- tryggja að ungt fólk sem er að eignast sína fyrstu íbúð njóti tekjutengds afsláttar á fasteignagjöldum til jafns við elli- og örorkulífeyrisþega.
- lækka fasteignagjöld vegna atvinnustarfsemi.
- auka íbúalýðræði og gefa íbúum kost á að hafa áhrif á forgangsröðun verkefna, að undangenginni kynningu á þeim, með rafrænum kosningum áður en gengið er frá fjárhagsáætlun hvers árs.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- setja nemandann í fyrsta sæti og veita þeim sem þurfa einstaklingsmiðað nám.
- auka vægi verklegra greina, listgreina og íþrótta í grunnskólum og efla aðgengi elstu bekkja í grunnskóla að verknámi í valgreinum með samstarfi við Tækniskólann í Hafnarfirði.
- afnema gjald fyrir máltíðir í grunnskólum.
- efla úrræði fyrir ungt fólk með sérþarfir og auka fjármagn til sérkennslu og stuðnings.
- stuðla að niðurfellingu heimanáms í grunnskólum.
- viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið og vinna að bættum starfsaðstæðum innan leikskólans í samstarfi við hagsmunaaðila.
- efla Vinnuskóla Hafnarfjarðar með fjölbreyttu og auknu starfsvali.
- skoða aukið framlag til foreldra sem þurfa að reiða sig á þjónustu dagforeldra.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- beita sér fyrir því að í Hafnarfirði verði veitt vönduð geðheilbrigðisþjónusta. Áhersla verður lögð á forvarnir, fræðslu, snemmtæka íhlutun og eftirfylgd á öllum stigum skólakerfis.
- beita sér fyrir málefnum fatlaðs fólks í sveitarfélaginu m.a. með því að endurskoða fyrirkomulag ferðaþjónustu.
- skoða hvernig hlúa megi betur að innflytjendum og erlendu vinnuafli í bæjarfélaginu varðandi húsnæði og atvinnumál.
- beita sér í málefnum húsnæðislausra.
- beita sér fyrir auknum frístundastyrk barna og jafnvel tekjutengja til að auka jöfnuð milli stétta.
- stuðla að því að byggðar verði félagslegar íbúðir.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- leggja áherslu á uppbyggingu byggingahverfa með hagkvæmt húsnæðisverð að leiðarljósi.
- fjölga íbúðarúrræðum fyrir aldraða ásamt dvalar- og hjúkrunarheimilum.
- lækka lóðaverð bæði vegna íbúðalóða og atvinnulóða og einfalda byggingaskilmála.
- greiða fyrir að stofnuð verði leigu- og sjálfseignarfélög sem ekki eru hagnaðardrifin. Þau munu bjóða upp á íbúðir í langtímaleigu á viðráðanlegu verði.
- leggja áherslu að tryggt sé í skipulagi að þjónustukjarnar séu fyrir hendi í nýjum og nýlegum hverfum.
- verja útivistarsvæðin í bæjarlandinu og bæta aðgengi og aðstöðu.
- auka skógrækt og gróður í bæjarlandinu.
- beita sér fyrir því að varanleg lausn verði fundin á Hamraneslínu.
- beita sér fyrir því að framkvæmdir á vegum bæjarins fari í útboð.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- beita sér af alefli fyrir endurbótum á Reykjanesbraut í gegnum bæinn.
- hraða sem kostur er framkvæmdum við Ásvallarbraut.
- auka þjónustu Strætó á álagstímum og auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum bæjarbúa með jákvæðum hvötum.
- sjá til þess að bærinn og götur hans verði markvisst og reglulega þrifnar m.a. til að sporna við svifryksmengun.
- auka snjómokstur og söndun á fjölnota stígum á vetrum.
- auka fjármagn í viðhald gatna í bæjarfélaginu.
- stuðla að auknum hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- skoða kosti og galla varðandi sameiningu við Faxaflóahafnir með það að markmiði að auka umferð um höfnina.
- beita sér fyrir frekari vexti m.a. með stækkun á höfninni í Straumsvík.
- gera gangskör að því að snyrta og lagfæra bryggjusvæði við Norðurbakka.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði ætlar að:
- láta gera óháða og faglega úttekt á þörfum nýrra íþróttamannvirkja allra greina íþrótta.
- tryggja að einstaklingar undir lögaldri og námsmenn með lögheimili í Hafnarfirði fái frítt í sund.
- beita sér fyrir hærri frístundastyrk barna vegna íþrótta- og tómsdundaiðkunar.
- beita sér fyrir auknu félagsstarfi fyrir ungt fólk og styðja við fjölskylduvæna afþreyingu.
- bæta aðstöðu hundaeigenda með nýtt útivistarsvæði í huga.
